Greiðslur ferða 2025
Ferðir hjá Ferðafélagi Rangæinga eru gjaldfrjálsar fyrir félagsfólk og þátttakendur sjá um að koma sér á staðinn og nesta sig upp. Í nokkrum tilfellum er um að ræða sameiginlegan kostnað s.s. vegna rútu, siglingar, gistingar eða fararstjórnar og þá þarf að panta og greiða fyrirfram.
Utanfélagsmenn eru velkomnir með og greiða kr. 3.000 fyrir þátttöku í ferð.
Kvöldgöngur á miðvikudögum eru gjaldfrjálsar fyrir alla.
Óskað er eftir því að fólk skrái sig í ferðir þannig að fjöldi sé vitaður og ef um er að ræða lengri ferðir eða þar sem fjöldi þátttakenda er takmarkaður þá er þarf alltaf að panta og skrá sig.
Greiðslufyrirkomulag ferða þar sem rúta, sigling, gisting og fararstjórn er innifalið:
Ferðina þarf að greiða að fullu viku eftir skráningu, krafa verður stofnuð í netbanka.
Afbókunarskilmáli fyrir þessar ferðir (þar sem rúta, sigling, gisting,fararstjórn er innifalið):
- Afbókað sex vikum (42 dögum) eða meira fyrir brottför: Endurgreitt að fullu.
- Afbókað 41 - 15 dögum fyrir brottför: 50% endurgreiðsla.
- Afbókað 14 - 8 dögum fyrir brottför: 25% endurgreiðsla.
- Afbókað 7 - 0 dögum fyrir brottför: Engin endurgreiðsla.
- Ef ferð er aflýst: Full endurgreiðsla.
Aðrar ferðir þar sem um kostnað er að ræða þá er gengið frá greiðslu við brottför.
Ef afpanta þarf ferð skal senda póst á netfangið ffrang@ffrang.is