Ægissíðufoss með tvisti 25032023
- 10 stk.
- 25.03.2023
Gengið frá Miðjunni á Hellu að Ægissíðufossi og hring að Aldamótaskógi til baka.
Skoða myndirGengið frá Miðjunni á Hellu að Ægissíðufossi og hring að Aldamótaskógi til baka.
Skoða myndirFerð til Vestmannaeyjar þann 20 apríl 2023 - á sumardaginn fyrsta.
Skoða myndirHjólað frá Hvolnum inn að Tumastöðum og hjólað um Tunguskóg. Umsjón Steinunn Ósk og Ísólfur Gylfi
Skoða myndirGengið á Miðfell við Flúðir - kvöldganga í umsjá Gísla og Ágústu
Skoða myndirÍ stórfróðlega og hressandi Víkingslækjargöngu hjá FFRang mættu 24 manns þann 6 september 2023. Hlýtt í veðri og hæfilega rakt. Lagt var upp frá afleggjaranum að Kaldbak og gengið í austur að Víkingslækjabæjum með skeleggan og gjörkunnugan fararstjórann Sigríði á Kaldbak í fararbroddi. Gaman að ganga þarna um fallega uppgróin svæði - áður uppblásin - en nú gróður og sjálfsáð birki á alla vegu. Það var magnað að standa í hlaði á Víkingslæk hvert mjög margir Rangæingar geta rakið ættir sínar. Inga Heiðars hafði umsjón með göngunni. Bestu þakkir Sigga og Inga. (myndir Unnur Ó og Inga H)
Skoða myndirÁ degi íslenskrar náttúru Hópurinn frá Ferðafélagi Rangæinga var ekki fjölmennur sem gekk frá Háafossi niður að Stöng og áfram í Gjánna enda veðurspáin ekki upp á það besta auk þess sem það var í mörg horn að líta hjá Rangæingum þennan dag. Þrátt fyrir allt var ákveðið að halda áætlun og ganga í tilefni af Degi íslenskrar náttúru og einnig í minningu og til heiðurs okkar kæra Atla Brynjarssonar frá Hellu en útför hans var sama dag. Það rigndi mikið en náttúrufegurðin á þessari leið er einstök og ferðalangar voru sammála um það að Gjáin er einn fallegasti staður Íslands. Það voru því nokkuð blautir en hressir FFRang-félagar sem héldu heim síðdegis eftir minnisstæða göngu. (Myndir GG)
Skoða myndirKrakkaganga í Tungu- og Tumastaðaskógi var laugardaginn 23. september 2023. Það var Emilía Sturludóttir varaforseti FFRang (myndir) sem leiddi gönguna og var lagt upp frá neðra bílastæðinu við Tumastaðaskóg kl. 11:00. Mikið fjör!
Skoða myndirLjósaganga í Efra-Hvolshella fyrir börn var miðvikudaginn 4. október 2023. Mjög skemmtileg ganga - mætt við Efra-Hvol kl 18:00 og gengið þaðan í hellana. Flestir með vasaljós enda kíkt inn í hina ævintýralegu Efra-Hvolshella og þá þarf að geta lýst aðeins. Umsjónar- og fararstjóri var Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir (myndir).
Skoða myndirLaugardaginn 10. júní var dásamleg ferð með FFRang á Selsundsfjall. Lagt var upp við Miðjuna á Hellu kl. 9 (þar sem verður safnast í bíla) og ekið þaðan að fjallinu. Þaðan er gengið gegnum Suðurhraun og með Fálkhamri á Selsundsfjall. Umsjón Gústav Þór Stolzenwald. Myndirnar tók Nina Anna Dau úr Vestmannaeyjum
Skoða myndirSkokkað frá Arionbankaplani á Hellu, meðfram Rangánni niður að Ægissíðufossi og til baka. Umsjón Guðmundur Árnason og sérstakur gestur var Sigurjón Ernir Sturluson utanvegahlaupari sem gaf fólki góð ráð í skokkinu.
Skoða myndirFrábær hópur frá FFRang sem gekk Fossaleiðina laugardaginn 1. júlí 2023 undir traustri leiðsögn Einars Viðars Viðarssonar frá Ásólfsskála. Veður milt og gott til göngu og útsýnið magnað. Eyjafjöllin engu lík! (myndir Gísli Gíslason)
Skoða myndirFrábær kvöldganga við Húsagarð og í Réttarnesi undir leiðsögn Ólafíu í Húsagarði (umsjá og myndir Inga Heiðars)
Skoða myndirGlæsilegur hópur sem tók þátt í FFRang-göngu á Vatnsdalsfjall í blíðviðri þann 2. ágúst 2023. Alls 40 manns á aldrinum 2-81 árs. Vatnsdalsvatnið og víðátta fjallsins kemur á óvart en gangan var þægileg og útsýni til allra átta gott af Bæjarhaus. Helgafell er hæsti toppurinn (361m) og sér vel til beggja sveitarfélaganna Rangárþings ytra og Rangárþings eystra en sveitarfélagamörkin liggja á þessu svæði um Fiskánna sem rennur norðan og vestan Vatnsdalsfjalls sem reyndar kallast Árgilsstaðafjall líka - ef staðið er vestan megin. Kærar þakkir til Vatnsdalsbænda fyrir leiðsögnina. Myndir tók Gísli Gíslason.
Skoða myndir