01.09.2024
Vegna sérstakra aðstæðna hjá göngustjórum okkar verður skipt á dagsetningum og gengið í Þykkvabæ 4. september og Keldur-Tungufoss þann 2. október
30.07.2024
Nú þegar ferðafélagið okkar fer að vakna á ný úr miðsumardvalanum þá er rétt að benda á að Árbókin 2024 er tilbúin til afhendingar til félagsmanna.
25.06.2024
Ólöf Kristín Sívertsen forseti Ferðafélags Íslands var heiðursgestur á aðalfundi FFRang 2024 þann 25. júní.
11.06.2024
Boðað er til aðalfundar Ferðafélags Rangæinga í Menningarsalnum á Hellu, þriðjudaginn 25. júní n.k. kl 18:00. Hefðbundin aðalfundarstörf. Ólöf Kristín Sívertsen, forseti Ferðafélags Íslands kemur í heimsókn og segir frá starfinu. Nýprentaðri Árbók FÍ verður dreift á fundinum. Félagsmenn hvattir til að mæta og gestir velkomnir - kaffi og kleinur og góður félagsskapur.
20.04.2024
Það eru afar fjölbreyttar göngur á dagskránni hjá FFRang í ár
26.11.2023
Ferðanefnd FFRang hefur nú sett saman geysilega spennandi ferðaáætlun fyrir árið 2024 sem finna má hér á síðunni. Hvetjum fólk til að skoða hana og undirbúa þátttöku á næsta ári en fyrstu ferðir starfsársins verða í febrúar 2024.
14.10.2023
Þessa dagana er ferðanefnd FFRang að undirbúa göngudagskrá næsta árs. Að þessu sinni hefur meðal annars verið leitað til félagsmanna varðandi hugmyndir og var öllum félögum í FFRang sendur hlekkur á sérstaka könnun af þessu tilefni.
06.05.2023
Árbók FÍ 2023 er komin og tilbúin til dreifingar meðal félagsmanna FFRang.
27.04.2023
Í framhaldi af aðalfundi í lok mars hefur ferðanefnd FFRang verið skipuð og tekið til starfa.
21.04.2023
Ferðafélag Rangæinga fagnaði sumri með frábærri ferð til Vestmannaeyja