01.02.2025
Boðað er til aðalfundar Ferðafélags Rangæinga í Félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli, þriðjudaginn 4. mars kl. 18.00. Hefðbundin aðalfundarstörf. Ferðadagskrá 2025 verður kynnt og sagt frá starfi félagsins. Félagsmenn hvattir til að mæta og gestir velkomnir - kaffi og kleinur og góður félagsskapur.
01.02.2025
Hér má skoða ferðirnar okkar nánar með því að fletta í gegnum Ferðadagatal FFRang 2025
15.01.2025
Nú er dagskráin fyrir 2025 komin! hún er mjög fjölbreytt og spennandi endilega kíkið á við tækifæri og sjáið hvort ekki er eitthvað sem heillar ykkur. Góða skemmtun :)
02.01.2025
Þá er að hefjast fjórða starfsár FFRang og það er óhætt að segja að nýja Ferðadagskráin fyrir 2025 sé glæsileg. Ferðanefndin er að standa sig geysilega vel eins og áður og þar með hafa verið skipulagðar 80 ferðir á vegum FFRang þessi fyrstu fjögur árin! Skemmtilegar myndir eru til úr mörgum ferðanna og hvetjum við ykkur til að kíkja í myndabankann á heimasíðunni sem geymir mikið af því sem á dagana hefur drifið. Við höldum áfram að ganga, hjóla og hlaupa með FFRang okkur Rangæingum og vinum okkar til heilsubótar á sál og líkama.
01.09.2024
Vegna sérstakra aðstæðna hjá göngustjórum okkar verður skipt á dagsetningum og gengið í Þykkvabæ 4. september og Keldur-Tungufoss þann 2. október
30.07.2024
Nú þegar ferðafélagið okkar fer að vakna á ný úr miðsumardvalanum þá er rétt að benda á að Árbókin 2024 er tilbúin til afhendingar til félagsmanna.
25.06.2024
Ólöf Kristín Sívertsen forseti Ferðafélags Íslands var heiðursgestur á aðalfundi FFRang 2024 þann 25. júní.
11.06.2024
Boðað er til aðalfundar Ferðafélags Rangæinga í Menningarsalnum á Hellu, þriðjudaginn 25. júní n.k. kl 18:00. Hefðbundin aðalfundarstörf. Ólöf Kristín Sívertsen, forseti Ferðafélags Íslands kemur í heimsókn og segir frá starfinu. Nýprentaðri Árbók FÍ verður dreift á fundinum. Félagsmenn hvattir til að mæta og gestir velkomnir - kaffi og kleinur og góður félagsskapur.
20.04.2024
Það eru afar fjölbreyttar göngur á dagskránni hjá FFRang í ár
26.11.2023
Ferðanefnd FFRang hefur nú sett saman geysilega spennandi ferðaáætlun fyrir árið 2024 sem finna má hér á síðunni. Hvetjum fólk til að skoða hana og undirbúa þátttöku á næsta ári en fyrstu ferðir starfsársins verða í febrúar 2024.