Stóra-Dímon
- 60 stk.
- 08.03.2023
Myndir úr stofngöngu félagsins þann 1. maí 2022
Skoða myndirFerð í Landmannalaugar 23. júlí 2022, undir traustri og fræðandi leiðsögn Gísla Gíslasonar. Einstök blíða - góður félagsskapur og dásamlegt útsýni. Gerist varla betra.
Skoða myndirGönguferð á Bjólfell, 26. maí 2022, og niður hjá Breiðabug. Einstök veðurblíða og frábær þátttaka - 57 manns og 3 hundar. Göngustjórar og leiðsögumenn voru Grettir Rúnarsson og Guðmundur Árnason - fróðir um svæðið og skemmtilegir.
Skoða myndirGengið á Þríhyrning 11. júní 2022, fararstjóri Gústav Þór Stolzenwald
Skoða myndirJómfrúarhelgarferð Ferðafélags Rangæinga var farinn í Dalakofa 16 - 17 júlí 2022. "Þessi yndislegi hópur sem afréð að fara ferðina, þrátt fyrir slæmar veðurspár og ófærðarrauð vegargerðakort tók áskorunni og vona ég svo sannarlega að þau hafi ekki verið svikin af því. Að ráfa um með svona gleðisprengjum um ósnortin víðerni í tvo daga tillir lífinu á hærri stall. Takk fyrir að treysta á ævintýrið en ekki veðurspárnar. " Gústav Þór Stolzenwald fararstjóri. Ljósmyndir tóku Sigurlinn Sváfnisdóttir og Unnur Lilja Bjarnadóttir.
Skoða myndirFyrsta kvöldganga FFRang heppnaðist geysilega vel - Inga Heiðars leiddi hressandi göngu um skóglendi Helluþorps, Melaskóg og Aldamótaskóg.
Skoða myndirMiðvikudagsgangan1. júní 2022 var um Hvolsvöll, gengið um Hvolsveg, gegnum "Hálsaskóg" komið við í Ásgarði og á Hvolsfjalli. Blíðviðri og góður félagsskapur, göngustjórn í traustum höndum Unnar Óskarsdóttur með dyggri aðstoð m.a systra hennar og Ísólfs Gylfa.
Skoða myndirMiðvikudagsganga frá Djúpósstíflu að Borg í umsjá Jóhönnu Lilju. Sigurbjartur Pálsson sagði frá stórmerkilegri stíflugerðinni fyrir nær 100 árum síðan - sól og blíða og góður félagsskapur. Gengið um hina frægu Ástarbraut og kíkt við í kartöflugarði á leiðinni - komnar þessar fínu kartöflur - Þykkvabæjar að sjálfsögðu!
Skoða myndirÞórsmerkurferð 20. ágúst 2022, fararstjóri Helgi Jóhannesson. Genginn Tindfjallahringur. Myndir Helgi J., Gísli G. og fleiri.
Skoða myndirMiðvikudagsganga á Keldum 7. september 2022 í umsjá Guðmundar Árnasonar og leiðsögn Lýðs Skúlasonar frá Keldum.
Skoða myndirGengið á Skarðsfjall 10. september í umsjá Ingu Heiðarsdóttur og Sigríðar Theódóru Kristinsdóttur. Gengið að Háuvörðu - hittum svo Kristinn frá Skarði í kaffisopa á Brúarlundi sem sagði okkur skemmtilegar sögur um fjallið og nágrenni. Myndir frá Ingu og Gísla.
Skoða myndirMiðvikudagsganga 5. október í umsjá Lárusar Ágústar Bragasonar
Skoða myndirMiðvikudagsganga 6. júlí 2022, umsjón Guðmundur Árnason - hér vantar að finna myndir úr göngunni.
Skoða myndirHjólaferð um Markarfljótsaura, 10. ágúst, umsjón Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir og leiðsögumaður Þorsteinn Jónsson frá Lambey
Skoða myndirHaustferð í Bolholtsskóg, umsjón Inga Heiðars og Sigríðar á Kaldbak.
Skoða myndir