Næstu ferðir og viðburðir

Viðburðir á næstunni

12.04.2025

Drangshlíðarfjall

Safnast saman við Hvolinn á Hvolsvelli kl. 10. Ekið að Drangshlíðardal undir Eyjafjöllum þar sem gangan hefst. Áhugaverð útsýnisleið á Drangshlíðarfjall (479 m), þaðan sem í góðu veðri er einstakt útsýni yfir m.a. Skóga. Gangan tekur 3-4 tíma, hækkun um 500 m. Umsjón: Birna Sigurðardóttir.
30.04.2025

Hjólaferð í Aldamótaskógi við Hellu.

Safnast saman við Miðjuna á Hellu kl. 17:30. Hjólaður hringur í Aldamótaskóginum á Gaddstöðum á misgóðum stígum, en við upphaf skógræktar var gróðurþekja lítil nema lúpína og melgresi. Umsjón: Garðar Þorfinnsson.
07.05.2025

Þjófafoss í Þjórsá

Safnast saman við Landvegmót kl. 18. Ekið upp Landveg að bílastæði neðan Búrfells, við nýlega reið- og göngubrú yfir Þjórsá. Gengið að Þjófafossi sem dregur nafn sitt af því að þar hafi þjófum áður verið drekkt, en fossinn er einn af helstu ­fossum Þjórsár. Skoðum fossinn beggja vegna árinnar. Ganga við allra hæfi, um 2-3 km. Umsjón: Gísli Gíslason.
17.05.2025

Kot – Keldur, söguganga

Safnast saman á bílastæðinu við Keldur kl. 9. Ekið að Koti þar sem verða skildir eftir bílar sem verða sóttir í lok göngu. Gengið þaðan um eyðibýlið Dagverðarnes, Eldiviðarhraun, Réttarnes og Knafahóla, gamlan “þjóðveg númer 1” og niður að Keldum. Þennan slóða fór Gunnar á Hlíðarenda með bræðrum sínum þegar þeim var gerð fyrirsátin við Knafahóla og vörðust svo ofureflinu á Gunnarssteini þar sem Hjörtur bróðir Gunnars var veginn. Gangan tekur 4-6 tíma, lengd 12-15 km. Umsjón: Gústav Þór Stolzenwald & Gunnar B. Norðdahl.