Kvennaganga á Þríhyrning í tilefni af bleikum október. Sunnudaginn 27. október. Mæting við Söluskála N1 Hvolsvelli kl. 10, sameinast í bíla og ekið að upphafsstað göngu. Gangan tekur um 3 - 4 klst og er um 5 - 6 km. Gengið verður rólega upp á fyrsta tind og síðan mun endanlegt leiðaval og vegalengd fara eftir hópi og veðri. Munið nesti og göngustafi. Umsjón: Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir. Mælt er með að taka Esjubrodda með.