Forseti FÍ heiðursgestur á aðalfundi FFRang

Ólöf Kristín Sívertsen forseti Ferðafélags Íslands og Sævar Kristinsson eiginmaður hennar voru heiðursgestir á aðalfundi FFRang 2024 þann 25. júní. Sagði Ólöf Kristín frá hinu fjölbreytta starfi FÍ og hvatti okkur hjá FFRang til dáða í heilsubætandi útivist og góðum félagsskap. Færum við þeim hjónum innilegustu þakkir fyrir þátttöku í aðalfundinum sem var vel sóttur og skilvirkur. Að öðru leyti var um að ræða hefðbundin aðalfundarstörf með skýrslu stjórnar, ársreikningi og kosningum í stjórn. Í stjórn sitja nú Ágúst Sigurðsson, Björn Ingi Jónsson, Emilía Sturludóttir, Helgi Jóhannesson og Sigríður Theódóra Kristinsdóttir. Varamenn eru Rósa Hlín Óskarsdóttir og Sigurður Þór Þórhallsson og skoðunarmenn rekninga Sigríður Karólína Viðarsdóttir og Þorbergur Albertsson. Jóhanna Lilja Þrúðmarsdóttir var fundarstjóri á aðalfundinum. Fundagögnin og fundargerðina má finna hér