Ferðafélag Rangæinga fagnaði sumri með frábærri ferð til Vestmannaeyja á sumardaginn fyrsta - en veðrið lék við göngufélaga og eyjarnar skörtuðu sínu fegursta.
Það voru rúmlega 30 þátttakendur sem héldu úr Landeyjahöfn með hinum hljóðláta og umhverfisvæna Herjólfi á sumardaginn fyrsta. Genginn var um 13 km hringur um eyjarnar í sannkallaðri sumarblíðu. Gengið var kringum byggðina frá höfninni: um hraunjaðarinn upp á Eldfell, öxl Helgafells og yfir Helgafellshraun niður á Ofanleitishamar, inn í Herjólfsdal, uppá Dalfell, Eggjar, Háhá, Molda og niður hjá Spröngu - hækkun/lækkun tæpir 600 m. Fararstjórar voru Ágústa Guðmarsdóttir og Gísli Gíslason og stóðu sig frábærlega.
GLEÐILEGT GÖNGUSUMAR !