- 8 stk.
- 31.01.2025
FFRang félagar gengu inn í fuglasöng og vorveður í indælli og hressandi miðvikudagsgöngu í kvöld. Gengið frá Keldum áleiðis eftir kirkjuveginum frá Odda um ofanverðan Geitasand, sveigt niður hjá Reyðarvatni og út að Hróarslæk og endað á Hótel Læk í gómsætri súpu í boði Emilíu og Gunnars. Frábær útivera í góðum félagsskap. Kærar þakkir til göngustjóranna fyrir góða leiðsögn og einstaka gestrisni á Hótel Læk.