- 31 stk.
- 31.01.2025
Stórkostleg ganga á Rauðöldur í dag. Gengum í rúma 7 tíma og 21.5 km. Sjónarhornið á Heklutind er stórbrotið af Rauðöldum. Ferðafélagar hrópuðu þar ferfalt húrra fyrir nýjum forseta Íslands svo undir tók í fjöllum. Gústav Þór Stolzenwald var traustur og fróður fararstjóri líkt og ævinlega. Takk fyrir daginn.